Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 11:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Einar gaf þjálfaranum skýr svör um stöðuna á sér
Icelandair
Á að baki 103 leiki fyrir landsliðið.
Á að baki 103 leiki fyrir landsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, verður ekki með í komandi verkefni landsliðsins sem er á leið í tvo krefjandi vináttuleiki; gegn Englandi og Hollandi ytra.

Aron sagði í viðtali við Fótbolta.net í síðasta mánuði að hann vonaðist til að verða í nægilega góðu standi til að geta spilað leikina.

Landsliðsþjálfarinn Age Hareide var spurður út í Aron á fréttamannafundi í dag.

„Ég ræddi bæði við Gylfa (Þór Sigurðsson) og Aron (Einar Gunnarsson) eftir leikinn gegn Úkraínu. Ég vildi vita hvort þeir hefðu yfir höfuð áhuga á því að spila fyrir Ísland, bæði út af aldri og stöðunni á sér," sagði Hareide. Hvorugur þeirra hafði á þeim tíma spilað reglulega í talsverðan tíma.

„Þeir eru báðir mjög mikilvægir karakterar fyrir landsliðið. En menn þurfa að vera í góðu standi til að spila. Þeir eru í samkeppni við leikmenn sem eru að koma upp og vilja sanna sig. Þeir báðir hafa áhuga á því að spila fyrir Ísland, elska að spila fyrir Ísland. Það er okkur mjög, mjög mikilvægt."

„Á þessum tímapunkti er Aron ekki í nægilega góðu standi til að spila, hann var mjög skýr með það og það var ekkert vandamál,"
sagði Hareide á fundinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner