Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 20:18
Ívan Guðjón Baldursson
Atalanta tveimur mörkum yfir gegn Leverkusen: Lookman með bæði
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Ademola Lookman hefur verið afar sprækur í fyrri hluta úrslitaleiks Evrópudeildarinnar, þar sem Atalanta spilar við Bayer Leverkusen sem er enn ósigrað á tímabilinu.

Lookman skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum og leiðir Atalanta 2-0 þegar rétt rúmur hálftími er eftir af venjulegum leiktíma.

Fyrra markið skoraði Lookman eftir lága fyrirgjöf frá Davide Zappacosta, þar sem Josip Stanisic gjörsamlega steinsofnaði á verðinum og leyfði Lookman að hlaupa framhjá sér og skora.

Seinna markið skoraði Lookman eftir laglegt einstaklingsframtak, þar sem uppspil Leverkusen klikkaði og barst boltinn til Lookman sem var með tvo varnarmenn í kringum sig.

Lookman gerði sér lítið fyrir og klobbaði Granit Xhaka áður en hann skoraði með föstu og hnitmiðuðu skoti í fjærhornið til að tvöfalda forystuna.

Sjáðu fyrra markið

Sjáðu seinna markið
Athugasemdir
banner