Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 22. maí 2024 12:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki með neinn uppáhalds kost fyrir Albert - „Munu örugglega fá mikinn pening"
Icelandair
Albert yfirgefur Genoa líklega eftir tímabilið.
Albert yfirgefur Genoa líklega eftir tímabilið.
Mynd: EPA
Albert hefur átt stórkostlegt tímabil með Genoa.
Albert hefur átt stórkostlegt tímabil með Genoa.
Mynd: Getty Images
„Hann hringir örugglega í mig þegar hann er með fréttir því við erum í tengslum við félög leikmanna til að vita hvernig staðan er á þeim fyrir landsliðsverkefni," sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, á fréttamannafundi í dag er hann var spurður út í Albert Guðmundsson og framtíð hans.

Það er mikið slúðrað um Albert um þessar mundir þar sem hann hefur átt stórkostlegt tímabil með Genoa á Ítalíu. Hann er eftirsóttur af stórum félögum í Evrópu.

Hareide var spurður að því á fundinum hvort að hann ætti sér einhvern uppáhalds kost fyrir Albert í sumar þegar hann skiptir líklega um félag.

„Ég er ekki með neinn uppáhalds kost fyrir hann. Það er undir honum komið að velja sér stað. Það eru sögur um að stór félög vilji fá Albert en hann sýndi gæði sín í síðustu tveimur landsleikjum og ég held að það muni hjálpa honum að fá gott félag."

„Genoa er um miðja deild á Ítalíu og hann hefur átt frábært tímabil þar. Þjálfarinn þar hefur hjálpað honum mikið. Ég er ekki að segja að hann eigi að fara frá Genoa en þeir munu örugglega fá mikinn pening fyrir hann. Þeir þurfa að finna út úr því," sagði Hareide.

Albert hefur til að mynda verið orðaður við Juventus, Inter og Napoli á Ítalíu en þá hefur hann einnig verið orðaður við Tottenham á Englandi svo eitthvað sé nefnt.
Athugasemdir
banner
banner
banner