Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   mið 22. maí 2024 06:00
Auglýsingar
Kim Yong Wings á búninga Þróttar Vogum
Marteinn framkvædastjór Þróttar ásamt Bjarna og Sæma eigendum Kim Yong Wings.
Marteinn framkvædastjór Þróttar ásamt Bjarna og Sæma eigendum Kim Yong Wings.
Mynd: Kim Yong Wings
Veitingastaðurinn KIM YONG WINGS í Vogum og Knattspyrnudeild Þróttar Vogum undirrituðu nýverið samning þess efnis að Kim Yong Wings verði einn af aðalstyrktaraðilum félagsins til næstu tveggja ára.

Allir keppnisbúningar Knattspyrnudeildarinnar munu bera merki Kim á samningstímanum.

Það er mikill fengur í því fyrir Knattspyrnudeildina að fá inn öflugan bakhjarl til að styðja enn frekar við það öfluga starf sem unnið er innan Þróttar.

Í ljósi samstarfs Þróttar og KIM munu meðlimir Þróttar (stuðningsmenn og félagið í heild sinni) njóta sérstakra viðskiptakjara hjá Kim við ýmis tækifæri.
Athugasemdir
banner
banner