Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 22. júlí 2019 10:00
Elvar Geir Magnússon
Englandsmeistararnir sakaðir um hroka og vanvirðingu
Kínverski fjölmiðilinn Xinhua segir að Manchester City hafi sýnt óvirðingu og hroka í æfingaferð sinni til Kína.

City spilaði í Sjanghæ og Nanjing í Asíubikarnum, æfingamóti sem innihélt fjögur ensk úrvalsdeildarlið.

Í grein Xinhua segir að ólíkt leikmönnum Wolves, West Ham og Newcastle hafi leikmenn Englandsmeistarana ekkert gefið af sér til kínverskra aðdáenda.

Fjölmiðlamenn á staðnum fengu engan aðgang að leikmönnum City og sagt er að liðið hafi bara mætt þarna af skyldurækni.

Enskir fjölmiðlar taka málið upp og segja það vandræðalegt fyrir Manchester City. Eigendur félagsins eru að skoða möguleika á að kaupa félag í Kína.

Athugasemdir