Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 22. júlí 2021 11:55
Innkastið
Sigga Höskulds hrósað fyrir klókindi á markaðnum - „Hefur náð í litla demanta"
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis.
Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Máni Austmann Hilmarsson.
Máni Austmann Hilmarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þeir eru hugrakkir með boltann, eru að spila honum. Gegn Stjörnunni var þetta eins og brasilískur bílastæðabolti á köflum," segir Ingólfur Sigurðsson í Innkastinu þar sem rætt er um 2-0 sigur Breiðhyltinga gegn Stjörnunni.

Tómas Þór Þórðarson hrósar Sigurði Höskuldssyni þjálfara Leiknis fyrir klókindi á leikmannamarkaðnum þar sem hann hefur náð í menn sem hafa spilað gríðarlega vel.

„Þar hefur Siggi Höskulds, með Stebba Gísla á undan, gert alveg ótrúlega góða hluti. Það eru engir 'world beaterar' sem hafa verið að koma heldur leikmenn sem hafa verið þjálfaðir upp í að verða góðir," segir Tómas og nefnir þar á meðal Dag og Mána Austmann.

„Austmann tvíburarnir, ég get ekki hrósað þeim án þess að vera fyrst leiðinlegur. Einhverjir umtöluðustu tvíburar sem ég veit um, þeir höfðu ekkert gert á sínum ferli áður en þeir mættu í Breiðholtið. Nú eru þeir búnir að sanna sig sem byrjunarliðsmenn í þessari deild og hafa verið frábærir. Líka í fyrra, þetta eru menn sem hjálpuðu liðinu að koma upp."

„Leiknir tók eftir hæfileikunum í Hjalta Sig, fékk hann og keypti hann svo aftur fyrir eitthvað klink. Siggi hefur staðið með þessari ákvörðun með Manga og verkefnið hefur verið erfitt en gæinn verður frábær núna seinni hlutann. Það hefði verið auðvelt að henda honum heim," segir Tómas og nefnir einnig markvörðinn Guy Smit og miðjumanninn Emil Berger sem hafa reynst Leikni vel.

„Siggi, með Stebba þar á undan, hefur náð í litla demanta sem enginn hefur vitað af eða hafa ekki verið að ná sér á strik og búið til lið sem er með sautján stig í þessari deild. Fleiri stig en liðið fékk sem talað var um sem langbesta lið Leiknis í sögunni."

Algjört akkeri á miðjunni
Miðjumaðurinn Emil Berger er kominn með fjórar stoðsendingar í deildinni en hann var valinn í úrvalslið umferðarinnar eftir sigurinn gegn Stjörnunni.

„Ég er mjög hrifinn af honum. Hann er með þessa líkamlegu burði og getur stoppað sóknir. Hann er góður í fótbolta líka og algjört akkeri sem getur staðið sig frábærlega," segir Ingólfur um Emil Berger.

Hægt er að hlusta á Innkastið í spilaranum hér að neðan eða í gegnum hlaðvarpsforrit.
Innkastið - Raggi lokar hringnum og Stjörnuhrap í Breiðholti
Athugasemdir
banner
banner
banner