Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
   mán 22. júlí 2024 22:29
Haraldur Örn Haraldsson
Jón Þór: Enginn heimsendir að koma hingað og gera jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans missti sigurleik niður í jafntefli á 94. mínútu leiksins, þegar þeir heimsóttu FH.


Lestu um leikinn: FH 1 -  1 ÍA

„Þetta var bara frábær leikur, mér fannst hann vera fram og til baka nánast allar 90 mínúturnar. Bæði lið fengu frábær færi, það var ótrúlegt að það skildi vera 0-0 í hálfleiknum. Liðin héldu áfram að skapa sér frábær færi, mér fannst við vera nær því og fá betri færi, en FH kannski með meiri stjórn á leiknum. Við vorum allan tíman að skapa okkur góð færi og það var bara margt sem ég var mjög ánægður með. Það var allt annar svipur á okkur heldur en í síðustu viku og ég er mjög ánægður með það."

ÍA er í 5. sæti deildarinnar, stigi á eftir FH sem er í 4. sæti. Það hefði því verið sterkt að vinna þennan leik fyrir Skagann og komast upp fyrir þá.

„Það er auðvitað enginn heimsendir að koma hingað og fá stig. ÍA hefur ekki unnið marga leiki á þessari öld í Kaplakrika. Við vorum grátlega nálægt því í dag en það er enginn heimsendir að koma hingað og gera jafntefli. En það er mjög nálægt því þegar svona lítið er eftir af leiknum, þá er það helvíti fúlt."

Hinrik Harðarson skoraði mark ÍA en hann hefur sterkar tengingar í FH þar sem faðir hans Hörður Magnússon spilaði lengi með þeim.

„Það er náttúrulega bara geggjað, það er svolítið síðan hann skoraði. Hann er búinn að spila frábærlega hjá okkur í sumar og gerði það virkilega vel. Það var einhver tilfinning að hann myndi gera það í dag, mér fannst hann frábær í dag og átti svo sannarlega skilið að þetta yrði sigurmarkið í leiknum. En það endaði ekki þannig því miður."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir