Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 22. ágúst 2019 08:38
Magnús Már Einarsson
Alfreð með um helgina - Góðar fréttir fyrir landsliðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Finnbogason hefur æft undanfarnar þrjár vikur með liði Augsburg og vonast til að vera með liðinu gegn Union Berlin í 2. umferð þýsku Bundesligunnar um helgina. Morgunblaðið greinir frá í dag.

Alfreð meiddist á kálfa í apríl en eftir stranga endurhæfingu í sumar, meðal annars í Katar og á Íslandi, þá er Alfreð kominn á fulla ferð á nýjan leik.

„Heilsan er bara mjög góð. Planið er að ég spili fyrsta leik minn, eða sé alla vega í leikmannahópnum, um helgina. Ég er búinn að æfa núna þrjár vikur með liðinu og þar á undan mikið á vellinum og það hefur allt gengið samkvæmt plani eða jafnvel framar væntingum án þess þó að maður hafi þvingað eitt eða neitt í gegn. Ég er mjög sáttur við stöðuna eins og hún er,“ segir Alfreð í viðtali við Sindra Sverrisson í Morgunblaðinu í dag.

Þetta eru góð tíðindi fyrir íslenska landsliðið sem mætir Moldavíu og Albaníu í byrjun næsta mánaðar í undankeppni EM. Alfreð var fjarri góðu gamni í leikjunum gegn Albaníu og Tyrklandi í júní vegna meiðslanna.

Alfreð framlengdi í síðustu viku samning sinn við Augsburg til ársins 2022 en hann er mjög sáttur í herbúðum félagsins.
View this post on Instagram

Getting closer 🧨⌛️⚽️

A post shared by Alfreð Finnbogason (@alfredfinnbogason) on


Athugasemdir
banner
banner
banner