fim 22. ágúst 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 17. umferð - Velkomin í Bestu deildina!
Samantha Rose Smith (Breiðablik)
Samantha Rose Smith er leikmaður 17. umferðar.
Samantha Rose Smith er leikmaður 17. umferðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar fagna markinu sem Samantha skoraði.
Blikar fagna markinu sem Samantha skoraði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samantha Rose Smith var ekki lengi að kynna sig fyrir aðdáendum Bestu deildar kvenna. Hún er sterkasti leikmaður 17. umferðar deildarinnar í boði Steypustöðvarinnar en hún fór á kostum í sigri Blika gegn Þróttar.

„Velkomin í Bestu deildina Samantha!" skrifaði Kjartan Leifur Sigurðsson einfaldlega í skýrslu sinni frá leiknum.

„Fyrsti leikur hennar í Bestu deildinni og aðra eins frammistöðu hef ég sjaldan séð."

„Leggur upp fyrstu tvö mörkin og á skotið sem Vigdís fylgdi eftir í því þriðja áður en hún skorar fjórða markið, Vigdís klúðraði einnig dauðafæri sem hún lagði upp fyrir hana. Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu hjá þessari öflugu stelpu."

Samantha lék fyrri hluta tímabilsins með FHL í Lengjudeildinni og var þá stórkostleg. Hún hjálpaði FHL að komast í Bestu deildina áður en hún skipti til Blika á láni. Núna á hún að hjálpa Breiðabliki að vinna Bestu deildina en Kópavogsfélagið er einu stigi á eftir Val þegar nóg er eftir.

„Hún gerði allt sem ég vonaðist til og átti þátt í öllum mörkunum. Hún var frábær eins og margar aðrar í dag. Fótboltinn sem við spiluðum var mjög góður og ég er glaður að hún byrji vel og hún getur tekið það sem veganesti fyrir lok tímabilsins," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, í viðtali eftir leikinn.

Sterkastar í fyrri umferðum:
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (Breiðablik)
15. umferð - Katie Cousins (Valur)
14. umferð - Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
13. umferð - Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Víkingur R.)
12. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
11. umferð - Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)
10. umferð - Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
9. umferð - Selma Dögg Björgvinsdóttir (Víkingur R.)
8. umferð - Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
7. umferð - Kristrún Rut Antonsdóttir (Þróttur)
6. umferð - Caroline Van Slambrouck (Keflavík)
5. umferð - Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
4. umferð - Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
3. umferð - Amanda Andradóttir (Valur)
2. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
1. umferð - Amanda Andradóttir (Valur)


Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 16 1 1 48 - 16 +32 49
2.    Breiðablik 18 16 0 2 46 - 9 +37 48
3.    Þór/KA 18 9 3 6 40 - 28 +12 30
4.    Víkingur R. 18 8 5 5 28 - 29 -1 29
5.    FH 18 8 1 9 30 - 36 -6 25
6.    Þróttur R. 18 7 2 9 23 - 27 -4 23
7.    Stjarnan 18 6 3 9 22 - 34 -12 21
8.    Tindastóll 18 3 4 11 20 - 41 -21 13
9.    Fylkir 18 2 4 12 17 - 34 -17 10
10.    Keflavík 18 3 1 14 16 - 36 -20 10
Athugasemdir
banner
banner