Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 22. september 2020 15:30
Innkastið
Gibbs og Keflavíkurþjálfararnir bestir í öðrum þriðjungi
Lengjudeildin
Joey Gibbs er leikmaður annars þriðjungs Lengjudeildarinnar.
Joey Gibbs er leikmaður annars þriðjungs Lengjudeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joey Gibbs, sóknarmaður ástralski í Keflavík, var valinn leikmaður annars þriðjungs Lengjudeildarinnar en þetta var opinberað í nýjasta Innkastinu.

Þá voru þjálfarar Keflavíkur, Sigurður Ragnar Eyjólfsson og Eysteinn Húni Hauksson, valdir bestu þjálfarar annars þriðjungs.

Keflvíkingar eru í flottum málum í Lengjudeildinni, þeir tróna á toppnum með 34 stig. Joey Gibbs hefur farið hamförum í markaskorun og er kominn með 20 mörk í deildinni.

„Tækifærið að koma til Íslands kom upp í gegnum umboðsmann sem var í sambandi við Sigga (Sigurð Ragnar Eyjólfsson þjálfara Keflavíkur) en ég hafði líka möguleika á því að fara til Jórdaníu, sem eflaust hefði verið áhugavert með Covid og allt sem hefur verið í gangi, en ég er þakklátur að hafa komið til Íslands," sagði Joey Gibbs í löngu viðtali við Fótbolta.net í ágúst.

„Það sem var aðalmálið fyrir mig var hvernig Siggi talaði um þetta. Hann er með fastmótað hvernig hann vill spila og hvernig hann talaði sagði mér að hann hafði fylgst með mér og vissi hvernig leikmaður ég er. Siggi skilur það og þekkir mína styrkleika, leikmenn þekkja styrleika hvors annars svo við spilum leik sem hentar okkur."

Sjá einnig:
Sævar Atli og Siggi Höskulds bestir í fyrsta þriðjungi
Innkastið - Vonbrigðin eru víða
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner