De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   fös 22. september 2023 19:13
Ívan Guðjón Baldursson
Andri Lucas skoraði og Gylfi kom inn af bekknum
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark
Mynd: Lyngby

Það voru nokkrir Íslendingar sem komu við sögu í leikjum dagsins, þar sem Andri Lucas Guðjohnsen skoraði eina mark Lyngby í 1-1 jafntefli gegn Vejle.


Lyngby 1 - 1 Vejle
1-0 Andri Lucas Guðjohnsen ('58)
1-1 Kristian Kirkegaard ('64)

Álaborg 2 - 0 Köge

Sá leikur var merkilegur fyrir þær sakir að Gylfi Þór Sigurðsson steig aftur á fótboltavöllinn eftir um tveggja og hálfs árs fjarveru úr atvinnumennsku.

Gylfi kom inn fyrir samlanda sinn Sævar Atla Magnússon á 71. mínútu leiksins en tókst ekki að breyta stöðunni. Kolbeinn Birgir FInnsson lék allan leikinn í liði Lyngby, sem er að spila vel undir stjórn Freys Alexanderssonar og er komið með tólf stig eftir níu umferðir á nýju tímabili.

Hinn bráðefnilegi Nóel Atli Arnórsson var þá ekki í hóp hjá Álaborg sem lagði HB Köge að velli 2-0 í B-deild danska boltans. Álaborg trónir á toppi B-deildarinnar með 24 stig eftir 10 umferðir.

Brage 2 - 1 Örebro

Að lokum var Valgeir Valgeirsson í byrjunarliði Örebro sem heimsótti Brage í B-deild sænska boltans.

Valgeiri var skipt út á 75. mínútu, í stöðunni 0-0, en liðsfélagar hans tóku forystuna skömmu síðar.

Heimamenn í Brage komu þó til baka og skoruðu dramatískt sigurmark seint í uppbótartíma.

Örebro er þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið eftir þetta tap, með 28 stig úr 23 leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner