De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   fös 22. september 2023 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U23: Sigurmark frá Hildigunni undir lokin - Katla með tvær stoðsendingar
watermark Hildigunnur Ýr.
Hildigunnur Ýr.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
watermark
Mynd: KSÍ
Marokkó 2 - 3 Ísland
1-0 Gharbi ('16)
1-1 Bryndís Arna Níelsdóttir ('66)
1-2 Karen María Sigurgeirsdóttir ('76)
1-2 Errakas ('81, mislukkað víti)
2-2 Errakas ('81)
2-3 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('87)

U23 landslið Marokkó og U23 landslið Íslands mættust í vináttuleik á Complexe Sportif Maamoura í Rabat í dag.

Heimakonur komust yfir á 16. mínútu leiksins þegar Gharbi fékk sendingu inn fyrir vörn íslenska liðsins og kom hún boltanum á milli fóta Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving sem kom í úthlaup út úr teignum.

Heimakonur leiddur fram á 66. mínútu en þá átti Jakobína Hjörvarsdóttir sendingu inn á teig Marokkó. Boltin hrökk til Bryndísar Örnu Níelsdóttur, markahæsta leikmanns Bestu deildarinnar, og kláraði hún af mikilli yfirvegun.

Varamaðurinn Karen María Sigurgeirsdóttir kom Íslandi yfir með góðu skoti úr teignum eftir laglega stungusendingu Kötlu Tryggvadóttur tíu mínútum síðar.

Fimm mínútum síðar fékk Jakobína að líta gula spjaldið þegar dómari leiksins vildi meina að Jakobína hefði varið skot innan eigin vítateigs. Skotið fór af maga Jakobínu og í höndina. Ekkert sem bakvörðurinn gat gert og var hún steinhissa á dómnum. Vítaspyrna dæmd. Auður varði vítaspyrnuna en Errakas fylgdi á eftir eigin spyrnu og kom boltanum í netið.

Sigurmarkið kom svo á 87. mínútu eftir vandræðagang hjá heimakonum við eigin vítateig. Þeim gekk ekkert að hreinsa boltann í burtu. Mikil pressa íslenska liðsins endaði á því að Katla fékk boltann og fann hún varamanninn Hildigunni Ýr inn á teignum, Hildigunnur gerði virkilega vel og kláraði með góðu skoti.

Íslenskur sigur staðreynd í þessum fyrri leik liðanna. Þau mætast aftur á mánudag. Byrjunarlið Þórðar Þórðarsonar má sjá á myndinni hér til hliðar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner