Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
Nadía: Við erum að vinna þannig það hlýtur að vera eitthvað
Guðni: Fyrir utan markaskorun þá var ekki mikill munur á þessum liðum
Sammy Smith: Vil vera hérna áfram
Ásgeir Helgi: Það var eins og við höfum verið eitthvað stressaðir
Davíð Smári: Öllu hugrakkara lið sem mætti í seinni hálfleik
Pétur: Mér fannst þetta bara lélegur leikur hjá okkur
Árni Guðna: Hrikalega ánægður með liðið í dag
Óskar Hrafn: Fáum vinnuvélarnar fyrst áður en við hugsum um það
Haraldur Freyr: Við hefðum getað tekið alla útaf
Jóhann Kristinn: Má ekki gerast aftur
Andri Rúnar: Nánast bensínlaus eftir snúninginn
Nik Chamberlain: Fáum vonandi fleiri en 127 á völlinn
35 ára bið á enda - „Búinn að vera draumur mjög lengi"
Þúsund sinnum merkilegra fyrir KA - „Svo tekur frændi bara Roland Eradze á 93."
Hans Viktor magnaður: Mjög ánægður með þessa ákvörðun
Lék sér í neðri deildum og kom sem varamarkmaður - „Í mínum villtustu draumum"
Úr 1. deild að bikarmeistaratitli - „Geggjað að ná þessu áður en maður hættir"
Dagur: Hugsaði bara að fagna í geðveikinni
Efins fyrir leik en stoltur og meyr eftir leik - „Hann tróð þeirri kartöflu ofan í hálsinn á mér"
Grímsi í geðshræringu - „Maður var gráti næst"
banner
   sun 22. september 2024 17:00
Hilmar Jökull Stefánsson
Jóhann Kristinn: Má ekki gerast aftur
Jóhann skammaðist sín fyrir fyrri hálfleikinn.
Jóhann skammaðist sín fyrir fyrri hálfleikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jóhann Kristinn, þjálfari Þórs/KA, sagðist skammast sín fyrir fyrri hálfleik liðsins í dag, sem þær fengu 6 mörk á sig í, og vonast til að svoleiðis gerist aldrei aftur.

Hann veit að liðið hefur að engu að keppa, en vill samt að sínar konur haldi baráttunni út mótið.


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 Þór/KA

6-0 undir í hálfleik. Hvað gerðist eiginlega í fyrri hálfleik?

„Það var ansi margt greinilega. Það var til skammar hvernig við spiluðum fyrri hálfleikinn og okkur ekki til sóma hvernig við leysum úr því sem að gerist. Við fáum besta lið landsins fljúgandi á okkur og þær með öll sín gæði léku á alls oddi á heimavelli í blíðunni. Ég og leikmenn urðum okkur pínu til skammar að ná ekki að bregðast við þessu á nokkurn einasta hátt.

Ég verð að vera ánægður með það hvernig við svöruðum í seinni og náðum aðeins að þrífa upp eftir okkur en það á ekki að þurfa að gera það, við eigum að gera betur en við gerðum í fyrri.“

Þór/KA hefur ekki að neinu að keppa, hafði það áhrif á leikmenn í fyrri hálfleik og ræddi Jóhann það við þær í hálfleik?

Þessi umræða fer alveg fram og það er engin inni í klefa hjá okkur svo vitlaus að halda að þetta sé einhvern veginn öðruvísi en það er. Í síðustu tveimur leikjum höfum við verið að keppa við lið sem eru að berjast um gull og við erum ekki að elta neitt nema bara að verða betri, æfa okkur og vinna hitt liðið. Það á að vera nóg mótivering en það er enginn heldur enginn svo vitlaus að halda að þótt það eigi að vera nóg mótivering þá er þetta ekki alveg það sama. Við höfum svolítið séð stemninguna hjá liðunum, þó við höfum reynt. Stelpurnar reyndu, en þetta var niðurstaðan í dag og hún má ekki koma fyrir aftur.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner