Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
   sun 22. september 2024 17:00
Hilmar Jökull Stefánsson
Jóhann Kristinn: Má ekki gerast aftur
Kvenaboltinn
Jóhann skammaðist sín fyrir fyrri hálfleikinn.
Jóhann skammaðist sín fyrir fyrri hálfleikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jóhann Kristinn, þjálfari Þórs/KA, sagðist skammast sín fyrir fyrri hálfleik liðsins í dag, sem þær fengu 6 mörk á sig í, og vonast til að svoleiðis gerist aldrei aftur.

Hann veit að liðið hefur að engu að keppa, en vill samt að sínar konur haldi baráttunni út mótið.


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 Þór/KA

6-0 undir í hálfleik. Hvað gerðist eiginlega í fyrri hálfleik?

„Það var ansi margt greinilega. Það var til skammar hvernig við spiluðum fyrri hálfleikinn og okkur ekki til sóma hvernig við leysum úr því sem að gerist. Við fáum besta lið landsins fljúgandi á okkur og þær með öll sín gæði léku á alls oddi á heimavelli í blíðunni. Ég og leikmenn urðum okkur pínu til skammar að ná ekki að bregðast við þessu á nokkurn einasta hátt.

Ég verð að vera ánægður með það hvernig við svöruðum í seinni og náðum aðeins að þrífa upp eftir okkur en það á ekki að þurfa að gera það, við eigum að gera betur en við gerðum í fyrri.“

Þór/KA hefur ekki að neinu að keppa, hafði það áhrif á leikmenn í fyrri hálfleik og ræddi Jóhann það við þær í hálfleik?

Þessi umræða fer alveg fram og það er engin inni í klefa hjá okkur svo vitlaus að halda að þetta sé einhvern veginn öðruvísi en það er. Í síðustu tveimur leikjum höfum við verið að keppa við lið sem eru að berjast um gull og við erum ekki að elta neitt nema bara að verða betri, æfa okkur og vinna hitt liðið. Það á að vera nóg mótivering en það er enginn heldur enginn svo vitlaus að halda að þótt það eigi að vera nóg mótivering þá er þetta ekki alveg það sama. Við höfum svolítið séð stemninguna hjá liðunum, þó við höfum reynt. Stelpurnar reyndu, en þetta var niðurstaðan í dag og hún má ekki koma fyrir aftur.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir