Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   sun 22. september 2024 17:00
Hilmar Jökull Stefánsson
Jóhann Kristinn: Má ekki gerast aftur
Jóhann skammaðist sín fyrir fyrri hálfleikinn.
Jóhann skammaðist sín fyrir fyrri hálfleikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jóhann Kristinn, þjálfari Þórs/KA, sagðist skammast sín fyrir fyrri hálfleik liðsins í dag, sem þær fengu 6 mörk á sig í, og vonast til að svoleiðis gerist aldrei aftur.

Hann veit að liðið hefur að engu að keppa, en vill samt að sínar konur haldi baráttunni út mótið.


Lestu um leikinn: Breiðablik 6 -  1 Þór/KA

6-0 undir í hálfleik. Hvað gerðist eiginlega í fyrri hálfleik?

„Það var ansi margt greinilega. Það var til skammar hvernig við spiluðum fyrri hálfleikinn og okkur ekki til sóma hvernig við leysum úr því sem að gerist. Við fáum besta lið landsins fljúgandi á okkur og þær með öll sín gæði léku á alls oddi á heimavelli í blíðunni. Ég og leikmenn urðum okkur pínu til skammar að ná ekki að bregðast við þessu á nokkurn einasta hátt.

Ég verð að vera ánægður með það hvernig við svöruðum í seinni og náðum aðeins að þrífa upp eftir okkur en það á ekki að þurfa að gera það, við eigum að gera betur en við gerðum í fyrri.“

Þór/KA hefur ekki að neinu að keppa, hafði það áhrif á leikmenn í fyrri hálfleik og ræddi Jóhann það við þær í hálfleik?

Þessi umræða fer alveg fram og það er engin inni í klefa hjá okkur svo vitlaus að halda að þetta sé einhvern veginn öðruvísi en það er. Í síðustu tveimur leikjum höfum við verið að keppa við lið sem eru að berjast um gull og við erum ekki að elta neitt nema bara að verða betri, æfa okkur og vinna hitt liðið. Það á að vera nóg mótivering en það er enginn heldur enginn svo vitlaus að halda að þótt það eigi að vera nóg mótivering þá er þetta ekki alveg það sama. Við höfum svolítið séð stemninguna hjá liðunum, þó við höfum reynt. Stelpurnar reyndu, en þetta var niðurstaðan í dag og hún má ekki koma fyrir aftur.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner