Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 22. október 2021 21:34
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Átt ekki fast sæti þó svo þú spilir alltaf í sama treyjunúmeri
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson.
Þorsteinn Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik Íslands og Tékklands í kvöld gerði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, tvær breytingar á byrjunarliði liðsins frá 2-0 tapinu á móti Hollandi í september. Þær Ingibjörg Sigurðardóttir og Alexandra Jóhannsdóttir sem báðar hafa átt fast sæti í byrjunarliðinu síðustu á byrjuðu á varamannabekknum í leiknum í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 4 -  0 Tékkland

Á blaðamannafundi eftir leik var Þorsteinn spurður út í viðbrögð Ingibjargar og Alexöndru við því að vera á bekknum. Tóku þær því vel?

„Nei alls ekki sko, auðvitað eru leikmenn ekkert sáttir við að vera teknir út úr liði og allt svoleiðis en það er bara mitt hlutverk að velja lið sem ég tel að henti akkúrat í þetta, sem betur fer erum við með samkeppni í umhverfinu og við erum með góða leikmenn í öllum stöðum og góða leikmenn á bekknum og það er samkeppni og það er partur af því að vera landsliðsmaður að þú ert komin í samkeppnisumhverfi , þú átt ekki neitt sko þó svo að þú spilir kannski alltaf í sama treyjunúmeri."

Athugasemdir
banner