Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 22. október 2021 20:48
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands: Frábær frammistaða í stórsigri
Icelandair
Dagný var virkilega góð.
Dagný var virkilega góð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún frábær!
Guðrún frábær!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra stóð sig vel.
Sandra stóð sig vel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætti Tékklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn var annar leikur Íslands í undankeppni HM.

Lokatölur urðu 4-0 fyrir íslenska liðið. Hér að neðan má sjá einkunnir íslenska liðsins.

Lestu um leikinn: Ísland 4 -  0 Tékkland

Einkunnir liðsins:

Sandra Sigurðardóttir - 7
Virkilega örugg í sínum aðgerðum. Mikið af skotum sem fóru beint á hana en lykilatriðið í þessu öllu að hún hélt öllu og það var aldrei hætta með fráköst á blautum vellinum.

Guðný Árnadóttir - 8
Flott frammistaða í bakverðinum, gleymdi sér einu sinni á röltinu til baka en slapp þar sem rangstaða var dæmd. Studdi ágætlega við sóknarlega og sinnti sínu hutverki vel. Átti eina stoðsendingu og eina fyrirgjöf sem úr varð mark.

Glódís Perla Viggósdóttir - 7
Traust í miðverðinum en í fyrsta sinn í svolítinn tíma þá var frammistaða hennar nánast í skugga frammistöðu þeirrar sem var henni við hlið í hjarta varnarinnar.

Guðrún Arnardóttir - 8
Frábær í kvöld, stútfull af sjálfstrausti og sýndi oft á tíðum frábæran varnarleik. Virkilega öflug innkoma inn í liðið og þakkaði traustið sem henni var sýnt.

Hallbera Guðný Gísladóttir - 7
Leysti nokkrar stöður varnarlega virkilega vel með góðum leiklestri. Virkilega fín frammistaða.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - 8
Skilaði sínu mjög vel, virkaði ekki í stóru hlutverki í okkar uppspili framan af leik en skilaði sér vel inn á teig í seinni hálfleik, lagði fyrst upp og skoraði svo sjálf.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - 8
Virkilega góð frammistaða hjá Karólínu í þessum leik. Spilaði hörkuvel inn á miðsvæðinu og sýndi af hverju Steini valdi hana í þennan leik. Mikill kraftur og dugnaður. Átti sendinguna inn á Berglindi í fyrsta markinu.

Dagný Brynjarsdóttir - 8 (maður leiksins)
Dagný spilaði sem djúpur miðjumaður og leysti það hlutverk með stakri prýði. Hún er svo alltaf ógn inn á teignum og sýndi það þegar hún skallaði boltann í netið og kom Íslandi í 2-0.

Sveindís Jane Jónsdóttir - 8
Sveindís gat alltaf farið ein á móti einni og unni þá stöðu. Síógnandi, hraðinn og krafturinn er gífurlegt vopn. Löngu innköstin ekkert frábær en það þurfti ekki á þeim að halda í kvöld.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir - 8
Sennilega besti leikmaður Íslands í fyrri hálfleik. Hélt boltanum virkilega vel uppi og tengdi vel við aðra sóknarþenkjandi leikmenn liðsins. Varð minna sýnileg þegar leið á en átti skot í slá í seinni sem hefði fullkomnað hennar frammistöðu.

Agla María Albertsdóttir - 7
Öflug á kantinum og með hættulega bolta inn á teiginn. Lagði upp markið á Dagnýju og sýndi hversu megnug hún er þegar hún fékk boltann. Hún var ekki alveg jafnmikið í boltanum og Sveindís en nýttist vel í þau skipti sem hún fékk boltann.

Varamenn:

Svava Rós Guðmundsdóttir 7 ('75)
Kom virkilega vel inn og skoraði fjórða markið.

Alexandra Jóhannsdóttir 6 ('75)
Fín innkoma hjá miðjumanninum.

Selma Sól Magnúsdóttir ('83)
Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.

Ingibjörg Sigurðardóttir ('83)
Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.

Elísa Viðarsdóttir ('88)
Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner