Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 22. október 2021 10:24
Elvar Geir Magnússon
Carragher: Solskjær kemst aldrei í flokk með Pep, Klopp og Tuchel
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United.
Mynd: Getty Images
Carragher heldur áfram að böggast í Solskjær.
Carragher heldur áfram að böggast í Solskjær.
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher hefur gagnrýnt getu Ole Gunnar Solskjær sem knattspyrnustjóra og segir að sá norski verði aldrei í sama flokki og stjórar keppinautanna í Liverpool, Manchester City og Chelsea.

Carragher hefur talað um að Manchester United þurfi betri stjóra og nú skrifar hann pistil í Telegraph og segir að Solskjær muni aldrei komast í flokk með Jurgen Klopp, Pep Guardiola og Thomas Tuchel.

„John Terry var hávaxnari en ég og var alltaf að fara að vera betri en ég. Rio Ferdinand var sterkari og sneggri," skrifar Carragher sem var varnarmaður hjá Liverpool.

„Ég var undir í þessum þáttum og þurfti að vinna úr því sem ég hafði... en ekkert gat jafnast á við þessa tvo. Það er sama með Solskjær gegn Klopp, Guardiola og Tuchel."

„Hann mun aldrei komast í flokk með þessum þremur stjórum sem hann er að keppa við. Hann verður aldrei þeir, hann verður aldrei í þeirra flokki. Hann er ekki með áruna sem Klopp hefur og ekki með bikarana sem Guardiola vann með Barcelona, Bayern og City sem gerir að verkum að þegar hann talar þá hlusta allir."

„Chelsea var á sama stað og United hefur verið á síðustu tvö eða þrjú ár en þeir fengu inn Tuchel, stjóra sem hefur á skömmum tíma komið þeim upp að hlið Liverpool og City," skrifar Carragher.

United er án sigurs í síðustu þremur úrvalsdeildarleikjum og er í sjötta sæti deildarinnar.

Tap gegn Liverpool á sunnudag mun skilja liðið sjö stigum á eftir erkifjendum sínum þegar aðeins níu umferðir eru að baki.
Athugasemdir
banner