Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. október 2021 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fonseca reiðubúinn að taka við Newcastle
Paulo Fonseca.
Paulo Fonseca.
Mynd: Getty Images
Ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano segir að Paulo Fonseca sé reiðubúinn að gerast knattspyrnustjóri Newcastle.

Newcastle er að leita sér að nýjum stjóra eftir að Steve Bruce var látinn fara fyrr í þessari viku.

Nýir eigendur frá Sádí-Arabíu hafa tekið við eignarhaldi á Newcastle og ætla að koma með mikinn pening inn í félagið.

Newcastle hefur rætt við nokkra stjóra og þar á meðal er Fonseca. Hann er Portúgali sem er fyrrum stjóri Shakhtar Donetsk og Roma. Síðasta sumar var nálægt því að taka við Tottenham. Hann aðhyllist því að spila áhorfendavænan sóknarbolta, eitthvað sem myndi gleðja stuðningsmenn Newcastle sem voru óánægðir með leikstíl Bruce.

Romano segir að Antonio Conte, fyrrum stjóri Chelsea, Juventus og Inter, sé ekki á meðal þeirra sem koma til greina í starfið. Hann segir jafnframt að Fonseca sé mjög spenntur fyrir því að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni.

Ný stjórn Newcastle er enn að skoða möguleikana. Þangað til hún kemst að niðurstöðu, þá mun Graeme Jones stýra liðinu. Hans fyrsti leikur er á morgun gegn Crystal Palace.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner