Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. október 2021 18:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salah: Myndi gera mig sorgmæddan að spila gegn Liverpool
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah segist vilja klára feril sinn með Liverpool, hann vilji aldrei fara þaðan.

Salah hefur að margra mati verið besti leikmaður í heimi undanfarnar vikur. Hann hefur verið algjörlega stórkostlegur fyrir enska stórliðið.

Salah, sem er 29 ára, á innan við tvö ár eftir af samningi sínum við Liverpool. Hann hefur verið í viðræðum með nýjan samning en þær viðræður hafa enn sem komið er, ekki borið árangur.

„Ég vil vera hérna fram að mínum síðasta degi á ferlinum, en það er ekki í mínum höndum," segir Salah í samtali við Sky Sports.

„Þetta veltur á því hvað félagið vill gera."

„Akkúrat núna, þá sé ég að ekki fyrir mér að ég muni nokkurn tímann spila gegn Liverpool. Það myndi gera mig mjög sorgmæddan," sagði Egyptinn.

Það hefur verið í umræðunni að Salah sé að biðja um að fá 500 þúsund pund í vikulaun. Hvort Liverpool sé til í að borga honum það mikið á eftir að koma í ljós á næstunni.

Salah og félagar í Liverpool eiga leik við erkifjendur sína í Manchester United á sunnudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner