banner
   fös 22. nóvember 2019 14:05
Magnús Már Einarsson
Hamren: Munum reyna að nýta reynsluna
Icelandair
Mynd: Guðmundur Karl
„Þessir umspilsleikir eru bikarúrslitaleikir. Þetta er bara einn leikur," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, í viðtali við UEFA um leikinn gegn Rúmenum.

Ísland mætir Rúmeníu í undanúrslitum um sæti á EM en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli 26. mars næstkomandi.

„Það er hægt að tala um að þetta sé bikarúrslitaleikur. Vanalega er þetta 50/50 í svona leikjum en heimaliðið hefur aðeins yfirhöndina svo þetta er kannski 55/45," sagði Hamren í viðtali við UEFA.

Íslenska landsliðið fór á EM 2016 og HM 2018 og Hamren vonar að sú reynsla hjálpi gegn Rúmenum.

„Ef þú hefur reynslu þá er það alltaf gott. Við munum reyna að nota það að sjálfsögðu. Rúmenar eru með gott lið með marga unga leikmenn. Þeir voru mjög góðir á EM U21 liða. Leikmennirnir okkar hafa farið tvisvar á stórmót og ég vona að við getum nýtt þá reynslu í umspilinu,"

Hér má sjá viðtalið í heild.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner