Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   sun 22. nóvember 2020 22:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bodö/Glimt tók met af KA
Bodö/Glimt varð í kvöld norskur meistari í fyrsta sinn.

Liðið hefur haft mjög mikla yfirburði og er búið að tryggja sér titilinn þegar fimm umferðir eru eftir. Í liðinu er hægri bakvörðurinn Alfons Sampsted, en hann hefur spilað stórt hlutverk á þessu tímabili og lagði upp í 2-1 sigri gegn Stromsgodset í kvöld.

Tölfræðisíðan Gracenote Live vekur athygli á því á Twitter að Bodö/Glimt hafi tekið met af KA með því að vinna norsku úrvalsdeildina.

Samkvæmt Gracenote er Bodö/Glimt nyrsta félagið til að vinna efstu deild í heiminum. Þar áður var það KA sem varð Íslandsmeistari í fótbolta 1989.

Bodö/Glimt er fótboltafélag í Bodø, sem er staðsett rétt fyrir norðan norðurheimskautsbauginn.



Athugasemdir
banner