Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. nóvember 2020 21:43
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Algjörlega magnaður Zlatan Ibrahimovic
Mynd: Getty Images
Hinn 39 ára gamli Zlatan Ibrahimovic heldur áfram að sýna sínar bestu hliðar með AC Milan.

Zlatan skoraði tvö mörk Milan þegar liðið vann 3-1 útisigur á Napoli í kvöld. Zlatan er að spila eins og hann sé 27 eða 28 ára, ekki eins og hann sé að fara á fimmtugsaldur.

Norðmaðurinn Jens Petter Hauge skoraði þriðja mark Milan í leiknum, á sama kvöldi og fyrrum félag hans Bodö/Glimt tryggði sér norska meistaratitilinn.

Þessi magnaði leikmaður er núna búinn að skora tíu deildarmörk í sex leikjum. Hann er óstöðvandi um þessar mundir. AC Milan er þá á toppi deildarinnar með 20 stig. Napoli er í sjötta sæti með 14 stig.

Udinese vann Genoa fyrr í kvöld þar sem Argentínumaðurinn Rodrigo De Paul skoraði eina mark leiksins. De Paul þessi var sterklega orðaður við Leeds síðasta sumar en það var ekkert að því. Udinese er í 16. sæti og Genoa í 19. sæti.

Udinese 1 - 0 Genoa
1-0 Rodrigo De Paul ('34 )
Rautt spjald: Mattia Perin, Genoa ('90)

Napoli 1 - 3 Milan
0-1 Zlatan Ibrahimovic ('20 )
0-2 Zlatan Ibrahimovic ('54 )
1-2 Dries Mertens ('63 )
1-3 Jens Hauge ('90 )
Rautt spjald: Tiemoue Bakayoko, Napoli ('65)

Önnur úrslit:
Ítalía: Inzaghi sótti þrjú stig gegn Prandelli
Ítalía: Roma gekk frá Parma í fyrri - Inter með endurkomusigur
Athugasemdir
banner
banner
banner