sun 22. nóvember 2020 21:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Alfons meistari með Bodö/Glimt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bodö/Glimt er norskur meistari. Alfons Sampsted, hægri bakvörður U21 landsliðsins, hefur spilað stórt hlutverk í þessu frábæra fótboltaliði.

Alfons lagði upp í kvöld þegar Bodö/Glimt vann útisigur á Stromsgodset.

Valdimar Þór Ingimundarson skoraði mark Stromsgodset í leiknum, hans annað mark fyrir félagið. Það mark kom á 84. mínútu.

Alfons og Valdimar, sem eru báðir í U21 landsliðinu, spiluðu báðir allan leikinn. Ari Leifsson, sem er einnig U21 landsliðsmaður, var allan tímann á bekknum hjá Stromsgodset.

Bodö/Glimt vinnur norsku úrvalsdeildina með yfirburðum. Liðið hefur spilað 25 leiki og er með 68 stig. Það eru fimm umferðir eftir en liðið er búið að tryggja sér titilinn. Stromsgodset 14. sæti, einu stigi frá alveg öruggu sæti. Liðið sem endar í 14. sæti fer í umspil við lið úr B-deild um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner