Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mán 22. nóvember 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Milos Peric í Hauka (Staðfest)
Milos Peric.
Milos Peric.
Mynd: Haukar
Haukar hafa samið við markvörðinn Milos Peric og mun hann leika með liðinu á næstu leiktíð.

Milos, sem er 31 árs, á að baki 115 leiki með Fjarðabyggð, sem og leiki í serbnesku úrvalsdeildinni.

Milos kveðst mjög ánægður með að vera búinn að semja við Hauka. „Haukar hafa þann metnað að vilja berjast um sæti í Lengjudeildinni og ég deili þeim metnaði – það var það sem heillaði mig við að semja við Hauka. Ég hlakka til nýs upphafs og get varla beðið með að hitta liðið og hefja þessa vegferð okkar,“ segir Milos.

„Stjórn knattspyrnudeildar Hauka fagnar komu Milos á Ásvelli þar sem hann mun koma með mikla reynslu og mikil gæði inn í meistaraflokk Hauka sem hefur það skýra markmið að berjast um sæti í Lengjudeildinni," segir í tilkynningu Hauka.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner