Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 22. desember 2024 14:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Íslenska deildin tekin meira alvarlega ef VAR verður innleitt
VAR skjár á Kópavogsvelli.
VAR skjár á Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson í Sviss.
Arnar Gunnlaugsson í Sviss.
Mynd: Getty Images
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hefur talað nokkuð um VAR myndbandsdómgæslutæknina og er augljóslega stuðningsmaður þess að hún verði tekin upp í íslensku deildinni.

„Enn og aftur er VAR og tæknin að gera góða hluti fyrir okkur í Evrópukeppninni. Ég held að við séum búin að fá fimm eða sex víti í Evrópukeppninni í 14 leikjum held ég. Við fáum tvö víti í Bestu deildinni í 27 leikjum. Það er óhætt að segja að ég er mikill aðdáandi VAR," sagði Arnar í viðtali eftir 1-1 jafntefli Víkings gegn LASK á fimmtudaginn.

„Eftir þessa Evrópuleiki er ég harður stuðningsmaður VAR," segir Gísli Gottskálk Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net í gær og segir að íslensku deildinni verði tekið meira alvarlega úti í hinum stóra heimi ef VAR yrði tekið upp.

Talsverð umræða hefur verið um VAR og dómarinn Elías Ingi Árnason sagði í útvarpsþættinum nýlega að hann vildi sjá VAR í íslenska boltanum sem fyrst. Hann gerði umtöluð mistök í leik ÍA og Víkings í næstsíðustu umferðinni í Bestu deildinni.

„Þetta vill enginn. Þú vilt gera vel og vera ekkert í umræðunni. Við værum náttúrulega ekki að ræða þetta ef það væri VAR," sagði Elías.

Það er vinna í gangi í að taka skref í átt að VAR innleiðingu hér á Íslandi og voru möguleikar kynntir fyrir fulltrúum íslenskra félaga nýlega. KSÍ hefur verið í sambandi við UEFA og FIFA vegna VAR mála og fundað með tveimur erlendum fyrirtækjum sem geta boðið VAR lausnir fyrir Ísland.
Útvarpsþátturinn - Ari Sigurpáls, Gísli Gotti og landsliðsþjálfaraleit
Athugasemdir
banner
banner
banner