Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 23. janúar 2021 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nikola Dejan Djuric spilaði með HK
Nikola í leik með Haukum síðasta sumar.
Nikola í leik með Haukum síðasta sumar.
Mynd: Hulda Margrét
Kantmaðurinn Nikola Dejan Djuric spilaði fyrir HK þegar liðið vann stórsigur á Gróttu í Fótbolta.net mótinu.

Nikola Dejan er 19 ára gamall og spilaði með Haukum í 2. deildinni í fyrra. Hann átti mjög fínt tímabil þar sem hann skoraði sjö mörk í 19 leikjum fyrir ungt lið Hauka.

Hann er samningsbundinn Breiðabliki út næsta tímabil en hann var á láni hjá Haukum.

Nikola byrjaði sinn feril hjá Hvöt á Blönduósi en færði sig yfir í Breiðablik þegar hann var 11 ára. Nikola fór svo með yngri bróður sínum, Daniel Dejan Djuric, til Midtjylland í Danmörku í lok árs 2018. Hann sneri aftur heim til Íslands í fyrra og gekk í raðir Breiðabliks.

Það verður spennandi að sjá hvort hann spili með HK í sumar en hann lagði upp þriðja mark liðsins í dag. HK er auðvitað í Pepsi Max-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner