Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 23. janúar 2022 17:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dagný skoraði - Fyrsti leikur hjá Önnu Björk og Sveindísi
Dagný hress á landsliðsæfingu.
Dagný hress á landsliðsæfingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anna Björk Kristjánsdóttir.
Anna Björk Kristjánsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er að eiga mjög gott tímabil með West Ham á Englandi.

Í dag skoraði hún þegar West Ham vann þægilegan sigur gegn Everton á heimavelli. Dagný gerði annað mark West Ham snemma í seinni hálfleiknum.

Lundúnaliðið vann að lokum flottan 3-0 sigur og er liðið núna í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 17 stig. Dagný hefur komið við sögu í tíu deildarleikjum á tímabilinu og skorað tvö mörk.

Anna Björk spilaði loksins
Á Ítalíu voru tvö Íslendingafélög að spila í dag. Anna Björk Kristjánsdóttir þreytti frumraun eftir langa bið. Hún spilaði allan leikinn í vörninni þegar liðið vann 1-3 sigur gegn Lazio. Inter lenti 1-0 undir en sýndi karakter og kom til baka. Inter er í fimmta sæti.

Guðný Árnadóttir hefur verið að spila alla leiki hjá AC Milan að undanförnu en var ekki með í dag þegar liðið vann 4-0 sigur gegn Sampdoria á heimavelli. Milan er í fjórða sæti Serie A.

Fyrsti leikur Sveindísar
Sveindís Jane Jónsdóttir, sem hefur slegið í gegn með íslenska landsliðinu, spilaði í dag sinn fyrsta leik með þýska stórliðinu Wolfsburg er liðið tapaði gegn Eintracht Frankfurt í æfingaleik. Sveindís spilaði fyrri hálfleikinn og var lífleg í sóknarleiknum að venju.



Sveindís er komin til Wolfsburg eftir að hafa verið á láni hjá Kristianstad í Svíþjóð. Þar spilaði hún frábærlega og verður spennandi að sjá hana taka næsta skref í sterkari deild í Þýskalandi.

Alexandra Jóhannsdóttir spilaði rúmar tíu mínútur í liði Frankfurt í leiknum.

Sjá einnig:
María Catharina heldur áfram að skora fyrir Celtic
Athugasemdir
banner
banner