Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 23. janúar 2022 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Faxaflóamótið: Afturelding vann Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík 0 - 2 Afturelding
0-1 Ragna Guðrún Guðmundsdóttir
0-2 Kristín Þóra Birgisdóttir

Afturelding heimsótti Keflavík í Nettóhöllina í Faxaflóamótinu í gær og komst í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik.

Fyrst skoraði Ragna Guðrún Guðmundsdóttir, fædd 2002, beint úr aukaspyrnu áður en Kristín Þóra Birgisdóttir, 1998, tvöfaldaði forystuna eftir góða pressu.

Keflavík tókst ekki að minnka muninn og niðurstaðan frábær 0-2 sigur Mosfellinga.

Afturelding hefur farið gífurlega vel af stað í Faxaflóamótinu og er með fullt hús stiga eftir sannfærandi sigra gegn Haukum og Þór/KA í fyrstu umferðunum.

Keflavík er aðeins með eitt stig eftir jafntefli við Hauka og tap gegn Stjörnunni.
Athugasemdir
banner
banner