Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. janúar 2025 11:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
AIK hefur mikinn áhuga á Ara Sigurpáls
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
AIK hefur mikinn áhuga á islenska kantmanninum Ara Sigurpálssyni sem er leikmaður Víkings. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur félagið ekki lagt fram tilboð í Ara, en áhuginn er þó mikill.

Ari var fyrr í vetur orðaður við annað sænskt félag, Djurgården, og norska félagið Brann þar sem Freyr Alexandersson er við stjórnvölinn.

Ari, sem verður 22 ára í mars, er snöggur kantmaður sem gekk í raðir Víkings frá Bologna á Ítalíu fyrir tímabilið 2022. Hann er uppalinn hjá HK. Hann skoraði átta mörk í Bestu deildinni á síðasta tímabili og lagði upp tíu, skoraði eitt í bikarnum og þrjú í sex leikjum í Sambandsdeildinni.

AIK endaði í 3. sæti sænsku deildarinnar á síðasta tímabili og fer í forkeppni Sambandsdeildarinnar í sumar. Félagið hefur tólf sinnum orðið sænskur meistari, síðast árið 2018. Færeyingurinn Mikkjal Thomassen er þjálfari AIK.

Athugasemdir
banner
banner
banner