AIK hefur mikinn áhuga á islenska kantmanninum Ara Sigurpálssyni sem er leikmaður Víkings. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur félagið ekki lagt fram tilboð í Ara, en áhuginn er þó mikill.
Ari var fyrr í vetur orðaður við annað sænskt félag, Djurgården, og norska félagið Brann þar sem Freyr Alexandersson er við stjórnvölinn.
Ari, sem verður 22 ára í mars, er snöggur kantmaður sem gekk í raðir Víkings frá Bologna á Ítalíu fyrir tímabilið 2022. Hann er uppalinn hjá HK. Hann skoraði átta mörk í Bestu deildinni á síðasta tímabili og lagði upp tíu, skoraði eitt í bikarnum og þrjú í sex leikjum í Sambandsdeildinni.
Ari var fyrr í vetur orðaður við annað sænskt félag, Djurgården, og norska félagið Brann þar sem Freyr Alexandersson er við stjórnvölinn.
Ari, sem verður 22 ára í mars, er snöggur kantmaður sem gekk í raðir Víkings frá Bologna á Ítalíu fyrir tímabilið 2022. Hann er uppalinn hjá HK. Hann skoraði átta mörk í Bestu deildinni á síðasta tímabili og lagði upp tíu, skoraði eitt í bikarnum og þrjú í sex leikjum í Sambandsdeildinni.
AIK endaði í 3. sæti sænsku deildarinnar á síðasta tímabili og fer í forkeppni Sambandsdeildarinnar í sumar. Félagið hefur tólf sinnum orðið sænskur meistari, síðast árið 2018. Færeyingurinn Mikkjal Thomassen er þjálfari AIK.
AIK er sænska toppliðið sem hefur augastað á kantmanninum og vilja fá Ara Sigurpálsson leikmann Víkinga. https://t.co/SC8vwepQ1b pic.twitter.com/R9GagC2vuV
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) January 22, 2025
Athugasemdir