Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. febrúar 2021 11:37
Elvar Geir Magnússon
Áhorfendur leyfðir aftur á Íslandi
Frá Samsung-vellinum í Garðabæ.
Frá Samsung-vellinum í Garðabæ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur gefið út að samkvæmt nýjum sóttvarnarreglum séu áhorfendur leyfðir aftur á íþróttakappleikjum á Íslandi.

Hámarksfjöldi er 200 manns og tryggja verður að fólk sé í sætum, einn meter verður að vera á milli sæta.

Ef það er ekki hægt að koma því við, þar sem áhorfendur eru til dæmis í stæðum, gilda reglurnar um 50 í rými eins og almenna reglan er. Fólk verður að vera með grímur.

Undirbúningsmótin í íslenska boltanum eru í fullum gangi en leikið hefur verið án áhorfenda á Fótbolta.net mótinu, Reykjavíkurmótinu og Lengjubikarnum.

Íþróttafélög þurfa að tryggja að ef smit komi upp á kappleikjum sé smitrakning með auðveldum hætti.

Tilslakanirnar taka gildi á morgun og gilda að öllu óbreyttu í þrjár vikur.
Athugasemdir
banner
banner
banner