Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. febrúar 2021 17:00
Magnús Már Einarsson
Forrit skoðar Fantasy lið í Englandi - Félög hafa áhyggjur
Jack Grealish var ekki með um helgina.
Jack Grealish var ekki með um helgina.
Mynd: Getty Images
Sérstakt forrit, sem talið er að Normaður hafi hannað, skoðar sjálfkrafa breytingar sem leikmenn í ensku úrvalsdeildinni gera á Fantasy liðum sínum í deildinni.

Margir leikmenn og starfsmenn liða í ensku úrvalsdeildinni eru með sitt lið í Fantasy deildinni en þar velja menn draumalið þar sem leikmenn fá stig fyrir atriði eins og að skora mörk og halda hreinu.

Nokkrir leikmenn Aston Villa tóku Jack Grealish úr Fantasy liði sínu fyrir síðustu helgi og þannig bárust fréttir á Twitter að hann væri ekki leikfær fyrir leikinn gegn Leicester á sunnudag.

Aston Villa ku nú hafa bannað leikmönnum sínum að taka þátt í Fantasy leiknum.

Forritið sem nefnt var fyrr í fréttinni er með lista yfir leikmenn og starfsmenn hjá liðum í úrvalsdeildinni og það setur upplýsingar sjálfkrafa á Twitter ef að leikmenn taka liðsfélaga sína úr Fantasy liðinu. Það getur gefið vísbendingar um liðsvalið fyrir komandi umferð.

Samkvæmt frétt Sky Sports hafa önnur félög ekki bannað leikmönnum að taka þátt í Fantasy deildinni ennþá.

Hins vegar hafa nokkur félög bannað leikmönnum að velja liðsfélaga sína í Fantasy lið sín til að ekki komist upp um mögulegar fréttir af liðsvali fyrir næstu umferð.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner