Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 23. febrúar 2021 09:36
Magnús Már Einarsson
Ótrúleg tölfræði Brighton í tapi gegn Crystal Palace
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace lagði Brighton 2-1 í ensku úrvalsdeildinni í gær en Christian Benteke skoraði sigurmarkið seint í viðbótartíma.

Brighton átti 25 skot í leiknum en Crystal Palace þrjú. XG, expected goals hjá Brighton var 2.06 en 0.24 hjá Crystal Palace.

Saga Brighton á tímabilinu hefur verið að liðið er með hærra XG í flestum leikjum sínum en nær ekki að nýta færi nægilega vel.

Til að skýra xG á einfaldan hátt, þá mælir það hversu líklegt það er að lið skori miðað við gæði marktækifæris. Skot af 30 metrum skilar ekki miklu xG en dauðafæri við opið mark mun líklega gefa liði um 0,9 xG.

„Það er eins og við höfum verið rændir stigunum. Við nýttum ekki færin okkar og síðan fengu þeir hálffæri sem Benteke skoraði úr. Við hefðum átt að skora meira," sagði Joel Veltman, leikmaður Brighton, eftir leik.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner