David Alaba og Rodrygo, leikmenn Real Madrid, meiddust í 5-2 sigrinum gegn Liverpool í Meistaradeildinni. Báðir verða fjarri góðu gamni í næstu leikjum.
Alaba verður frá í mánuð vegna meiðsla aftan í læri.
Hann missir af leikjum gegn Atletico Madrid, Real Betis, Barcelona (í undanúrslitum spænska bikarsins) og væntanlega af seinni leiknum gegn Liverpool og deildarleiknum gegn Börsungum á Nývangi.
Vöðvameiðsli Rodrygo eru alvarlegri en talið var í fyrstu.Hann verður frá í tíu daga og missir af Madrídarslagnum, El Clascio og líklega leiknum gegn Real Betis.

Rodrygo.
Athugasemdir