Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 23. febrúar 2023 19:44
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea að fá efnilegan leikmann frá Ekvador
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er að ganga frá kaupum á Kendry Paez frá Independiente del Valle. Þetta segir Fabrizio Romano.

Chelsea er að vinna í því að fjárfesta í mörgum efnilegum leikmönnum um allan heim en sem dæmi má nefna þá Andrey Santos og David Datro Fofana.

Paez er næstur í röðinni en hann er fæddur árið 2007 og kemur frá Ekvador.

Miðjumaðurinn er talinn einn sá allra efnilegasti í Suður-Ameríku og hefur hann nú náð samkomulagi um að ganga til liðs við Chelsea en hann er á sextánda aldursári.

Hann mun formlega ganga í raðir Chelsea þegar hann hefur náð átján ára aldri.


Athugasemdir
banner
banner