fim 23. febrúar 2023 19:55
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin: Elías Rafn úr leik - Þrenna Di María skaut Juventus áfram
Angel Di María fór hamförum í kvöld
Angel Di María fór hamförum í kvöld
Mynd: EPA
Sporting kláraði Midtjylland í seinni leiknum
Sporting kláraði Midtjylland í seinni leiknum
Mynd: EPA
Juventus, Sevilla og Sporting eru öll komin áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar.

Juventus vann öruggan 3-0 sigur á Nantes í Frakklandi í kvöld. Það var argentínski vængmaðurinn Angel Di María sem bar Juventus á herðum sér.

Hann skoraði stórkostlegt mark á 5. mínútu leiksins og gaf það tóninn. Di María fékk boltann hægra megin við teiginn og skrúfaði honum efst í vinstra hornið.

Þetta var vont hjá Nantes og versnaði á 18. mínútu er Nicolas Pallois var rekinn af velli fyrir að handleika knöttinn innan teigs og vítaspyrna dæmd í kjölfarið. Di María skoraði úr vítinu og kom Juventus í þægilega stöðu.

Di María gulltryggði síðan sigurinn tólf mínútum fyrir leikslok með góðum skalla og lokatölur 3-0. Juventus fer samanlagt áfram 4-1 og er komið í 16-liða úrslit keppninnar.

Sporting var ekki í vandræðum með danska liðið Midtjylland og vann góðan fjögurra marka sigur. Úrúgvæski miðvörðurinn Sebastian Coates kom Sporting í forystu á 21. mínútu áður en Paulinho, leikmaður Midtjylland, var rekinn útaf sautján mínútum síðar.

Pedro Goncalves skoraði tvö mörk í síðari hálfleiknum og gerði síðan sjálfsmark Stefan Gartenmann út um leikinn þegar fimm mínútur voru eftir. Elías Rafn Ólafsson sat allan tímann á bekknum hjá Midtjylland en liðið er nú úr leik í keppninni.

PSV er einnig úr leik þrátt fyrir hetjulega endurkomu gegn Sevilla en fyrri leik þessara liða lauk með 3-0 sigri spænska liðsins.

Hollenska liðið skoraði ekki fyrsta markið í kvöld fyrr en á 77. mínútu í gegnum Luuk de Jong áður en Fabio Silva gerði annað markið seint í uppbótartíma.

Úrslit og markaskorarar:

Nantes 0 - 3 Juventus (1-4, samanlagt)
0-1 Angel Di Maria ('5 )
0-2 Angel Di Maria ('20 , víti)
0-3 Angel Di Maria ('78 )
Rautt spjald: Nicolas Pallois, Nantes ('18)

Midtjylland 0 - 4 Sporting (1-5, samanlagt)
0-1 Sebastian Coates ('21 )
0-2 Pedro Goncalves ('50 )
0-3 Pedro Goncalves ('77 )
0-4 Stefan Gartenmann ('85 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Paulinho, Midtjylland ('38)

PSV 2 - 0 Sevilla (2-3, samanlagt
1-0 Luuk de Jong ('77 )
2-0 Fabio Silva ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner