Sekou Mara, leikmaður Southampton, hafði samband við samband við Cesar Azpilicueta, fyrirliða Chelsea, eftir leik liðanna um síðustu helgi.
Azpilicueta endaði á sjúkrahúsi eftir leikinn. Hann fékk högg í andlitið frá Mara sem reyndi bakfallsspyrnu en sparkaði í höfuð hans.
Chelsea hefur tilkynnt að Azpilicueta sé útskrifaður af sjúkrahúsi og er nú að jafna sig.
Mara hafði samband við Azpilicueta eftir leikinn til að kanna stöðuna á honum. Azpilicueta kunni að meta það og skilur hann að Frakkinn ætlaði sér ekkert illt.
Chelsea mætir Tottenham um helgina en ólíklegt er að Azpilicueta verði með í þeim. Chelsea ætlar ekki að flýta fyrirliða sínum til baka.
Athugasemdir