Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 23. febrúar 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Meistarar fjögur ár í röð - Alex Morgan markahæsta mamman
Kvenaboltinn
Bandaríska kvennalandsliðið fagnaði sigri í SheBelieves-æfingamótinu í heimalandinu í gær með 2-1 sigri á Brasilíu í lokaleik mótsins í gær.

Alex Morgan skoraði fyrra mark Bandaríkjanna en þetta var tímamótamark þar sem hún er nú markahæsta mamman í sögu landsliðsins.

Þetta var fjórtánda mark hennar eftir að hún eignaðist dóttur sína, Charlie, fyrir þremur árum.

Mallory Swanson gerði síðara mark bandaríska liðsins til að tryggja 2-1 sigur.

Bandaríska liðið vann alla þrjá leiki sína gegn Brasilíu, Japan og Kanada en þetta er í fjórða sinn í röð sem það tekur titilinn. Á síðasta ári tók íslenska landsliðið þátt í mótinu og hafnaði í 2. sæti.


Athugasemdir
banner