
Bandaríska kvennalandsliðið fagnaði sigri í SheBelieves-æfingamótinu í heimalandinu í gær með 2-1 sigri á Brasilíu í lokaleik mótsins í gær.
Alex Morgan skoraði fyrra mark Bandaríkjanna en þetta var tímamótamark þar sem hún er nú markahæsta mamman í sögu landsliðsins.
Þetta var fjórtánda mark hennar eftir að hún eignaðist dóttur sína, Charlie, fyrir þremur árum.
Mallory Swanson gerði síðara mark bandaríska liðsins til að tryggja 2-1 sigur.
Bandaríska liðið vann alla þrjá leiki sína gegn Brasilíu, Japan og Kanada en þetta er í fjórða sinn í röð sem það tekur titilinn. Á síðasta ári tók íslenska landsliðið þátt í mótinu og hafnaði í 2. sæti.
???? HOLY COW, @ALEXMORGAN13 pic.twitter.com/t9KkfIAegn
— U.S. Women's National Soccer Team (@USWNT) February 23, 2023
Athugasemdir