Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 23. febrúar 2023 18:33
Brynjar Ingi Erluson
Ramos hættur með landsliðinu (Staðfest) - Þjálfarinn vildi hann ekki
Sergio Ramos
Sergio Ramos
Mynd: Getty Images
Ramos með HM-bikarinn árið 2010
Ramos með HM-bikarinn árið 2010
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos er hættur að spila með spænska landsliðinu en þetta tilkynnti hann á samfélagsmiðlum í dag.

Ramos er einn af bestu varnarmönnum allra tíma og er það í raun óumdeilanlegt.

Hann vann Evrópumótið tvisvar með Spánverjum og HM einu sinni í landsliði sem er eitt það besta í sögunni.

Ramos er leikjahæsti leikmaður spænska landsliðsins frá upphafi með 180 landsleiki og 23 mörk.

Það kom á óvart að hann fór ekki með landsliðinu á HM í Katar en Luis Enrique, þjálfari landsliðsins, hafði ekki áhuga á að vinna með honum lengur og sama má segja um Luis de la Fuente sem tók við af Enrique.

„Tíminn er kominn, það er kominn tími til að kveðja þetta elskulega og spennandi landslið. Í morgun fékk ég símtal frá þjálfara landsliðsins sem sagði mér að hann treysti ekki á mig og mun ekki gera það, sama hvað ég geri á vellinum og hvað gerist í framtíðinni. Það er því með mikilli eftirsjá þar sem ég segi að þetta sé endirinn á vegferð sem ég hélt að yrði lengri og hefði vilja ljúka á betri nótum og á pari við allt sem ég hef afrekað með landsliðinu okkar.“

„Ég er sannfærður um að það slíku ævintýri ætti að ljúka með persónulegri ákvörðun eða af því frammistaða mín var ekki í þeim gæðaflokki sem spænska landsliðið krefst, en ekki af aldri eða öðrum ástæðum, án þess að ég hafi þó heyrt ástæðurnar. Það að vera ungur eða aðeins eldri snýr ekki að gildum eða göllum. Þetta er tímabundinn eiginleiki sem er ekki endilega tengdur við frammistöðu eða hæfileika. Ég horfi á Modric, Messi og Pepe af aðdáun og öfund. Kjarninn, hefðin, gildin, verðleika og réttlæti fótboltans. Því miður verður það ekki þannig hjá mér, því fótboltinn er ekki alltaf sanngjarn og fótbolti er ekki alltaf bara fótbolti.“

„Ég geng út úr þessu með ógleymanlegar minningar, alla titlana sem við börðumst um og unnum saman og það ótrúlega stolt sem ég finn fyrir að vera leikjahæsti landsliðsmaður Spánar í sögunni. Merkið, treyjan og allir stuðningsmennirnir hafa fært mér gleði. Frá mínúm dýpstu hjartarótum vil ég þakka öllum sem höfðu trú á mér,“ sagði Ramos á samfélagsmiðlum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner