Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 23. febrúar 2024 11:00
Brynjar Ingi Erluson
Howe um Ashworth: Verðum að horfa til framtíðar
Eddie Howe
Eddie Howe
Mynd: EPA
Dan Ashworth
Dan Ashworth
Mynd: Getty Images
Eddie Howe, stjóri Newcastle United, hefur ekki fundið fyrir breytingum síðan Dan Ashworth, yfirmaður íþróttamála hjá félaginu, var sendur í leyfi.

Newcastle sendi Ashworth í leyfi eftir að hann tjáði félaginu að hann vildi taka við svipaðri stöðu hjá Manchester United.

Man Utd er nú í viðræðum við Newcastle varðandi Ashworth, en talið er að Newcastle sé reiðubúið að láta hann af hendi fyrir um 20 milljónir punda.

Howe og Ashworth hafa unnið náið saman síðustu tvö árin, en stjórinn segist ekki að hafa fundið fyrir atburðum síðustu daga.

„Alls ekki, svona ef við tölum um daglegan rekstur félagsins. Allt þetta gerðist úr fjarlægð frá æfingasvæðinu og þetta hefur bara verið mjög eðlileg vika hjá okkur. Ég einbeiti mér bara að því að stýra liðinu,“ sagði Howe.

„Þeir atburðir sem gerðust í vikunni hafa gefið okkur fullvissu, sem er það sem við þurfum sem félag. Núna þurfum við að horfa til framtíðar,“ sagði Howe, sem er með ákveðna sýn um hvað hann vill fá frá þeim sem tekur við af Ashworth.

„Ég hef eigin sýn um hvert ég vil fara með þetta lið í framtíðinni og aðeins ég hef aðgang að því. Ég kem ekki að ráðningarferlinu en mun samt eiga samtöl varðandi stöðuna og hvernig ég sé þetta fyrir mér.“

„Það er ekki endanleg skoðun þar sem félagið mun taka ákvörðunina en vonandi finnum við rétta lausn og að sú manneskja verði hér til margra ára til að taka okkur í þá átt sem við viljum fara í.“

„Þetta er ekki mín ákvörðun. Það er eitthvað sem félagið þarf að gera, setjast niður og greina allt. Ég mun hafa mína skoðun sem ég mun tjá við félagið á réttum tímapunkti því þetta snýst um að taka góðar ákvarðanir fyrir félagið. Markmið okkar er að vera betri en áður,“
sagði Howe.
Athugasemdir
banner
banner