Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 23. febrúar 2024 23:02
Ívan Guðjón Baldursson
Lacazette og Benrahma tryggðu fjórða sigur Lyon í röð
Mynd: Lyon
Mynd: Lyon
Franska stórveldið Olympique Lyonnais, betur þekkt sem Lyon, var að vinna fjórða deildarleikinn sinn í röð í franska boltanum og hefur tekist að fjarlægjast fallsvæðið eftir hörmulegan fyrri hluta tímabils.

Lyon var í fallsæti fyrir fjórum umferðum, með 16 stig úr 19 leikjum, en staðan er önnur eftir sigur á útivelli gegn Metz í dag.

Heimamenn í Metz, sem eru í fallsæti, tóku forystuna í fyrri hálfleik en Alexandre Lacazette, fyrrum framherji Arsenal, jafnaði skömmu fyrir leikhlé áður en Said Benrahma, sem er á láni frá West Ham, skoraði sigurmark í síðari hálfleik.

Lyon er með 28 stig eftir 23 umferðir sem stendur, aðeins sex stigum fyrir ofan fallsvæðið. Liðið á enn möguleika á því að lauma sér í Evrópusæti þrátt fyrir að hafa verið í fallbaráttu stærsta hluta tímabils. Það eru ellefu umferðir eftir af tímabilinu og aðeins átta stig í Evrópusæti.

Nemanja Matic, Ainsley Maitland-Niles og Orel Mangala voru allir í byrjunarliði Lyon. Dejan Lovren var ónotaður varamaður.

Lyon er búið að sigra leiki gegn Marseille, Lille, Montpellier og Nice á síðustu þremur vikum. Sigurinn gegn Lille kom í franska bikarnum og á liðið leik við Strasbourg í 8-liða úrslitum á þriðjudaginn.

Framundan eru svo leikir við Lens, Lorient, Toulouse og Reims í frönsku deildinni.
Athugasemdir
banner