Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 23. mars 2023 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Við virkilega skildum hvorn annan"
Mynd: Getty Images
Mesut Özil lagði í gær takkaskóna á hilluna eftir farsælan feril. Özil afrekaði mikið á sínum ferli, gaf fullt af stoðsendingum og skoraði slatta af mörkum, heimsmeistaratitill, spænskur meistaratitill og bikartitlar í þremur löndum og vann auk þess til einstkalingsverðlauna.

Hann er sá leikmaður í sögunni sem hefur búið til flest færi á einu tímabili í úrvalsdeildinni, skákar þar mönnum á borð við Kevin De Bruyne, Cesc Fabregas og Frank Lampard.

Á tíma sínum hjá Arsenal lék Özil með Alexis Sanchez. Sanchez kom til Arsenal frá Barcelona á sínum tíma og Özil kom frá Real Madrid. Alls urðu árin hjá Arsenal átta hjá Özil.

Samband hans og Sanchez var mjög öflugt inná vellinum, þeir þekktu leikstíl hvors annars og gátu tengt í blindni. Þeir léku alls 123 leiki saman og báru mikla ábyrgð í ekkert alltof sterku liði undir stjórn Arsene Wenger, lið Arsenal í dag er t.d. miklu öflugra.

Sanchez kom inná tengslin þeirra á milli með skilaboðum til Özil í gær. „Mesut vinur minn, við virkilega skildum hvorn annan. Ég óska þér alls besta á næsta kafla í þínu liði."

Þeir voru liðsfélagar á árunum 2014-2018 en þá var Sanchez seldur til Manchester United. Özil valdi á sínum tíma Sanchez í draumaliðið sitt skipað liðsfélögum frá tímanum í Arsenal.





Athugasemdir
banner
banner