Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   sun 23. mars 2025 19:35
Ívan Guðjón Baldursson
Ásdís Karen spilaði fyrri hálfleikinn í tapi gegn botnliðinu
Mynd: Madrid CFF
Valencia 4 - 1 Madrid
1-0 A. Esteve ('40)
2-0 M. Marti ('45)
3-0 A. Alguacil ('50, víti)
4-0 M. Carro ('55)
4-1 E. Nautnes ('57)

Síðustu Íslendingaleikjum dagsins er lokið eftir að Madrid steinlá á útivelli gegn botnliði Valencia í efstu deild spænska boltans.

Ásdís Karen Halldórsdóttir var í byrjunarliði Madrid og spilaði fyrri hálfleikinn en tókst ekki að skora. Ásdísi var skipt útaf í hálfleik.

Valencia leiddi 2-0 í leikhlé og urðu lokatölur 4-1. Þetta er annar sigur Valencia í röð og aðeins sá þriðji á deildartímabilinu. Liðið er sex stigum frá öruggu sæti eftir þessa sigra.

Madrid er í neðri hluta deildarinnar, sex stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Ásdís hefur komið við sögu í átta deildarleikjum með Madrid án þess að skora mark.
Athugasemdir
banner
banner