Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   sun 23. mars 2025 15:35
Brynjar Ingi Erluson
Gæti farið sömu leið og bróðir sinn
Jobe Bellingham
Jobe Bellingham
Mynd: EPA
Þýska félagið Borussia Dortmund hefur aukið áhuga sinn á enska miðjumanninum Jobe Bellingham, sem er á mála hjá Sunderland á Englandi.

Bellingham er 19 ára gamall og er yngri bróðir Jude, sem spilar með Real Madrid og enska landsliðinu.

Jobe hefur spilað síðustu tvö tímabil með Sunderland og verið í stóru hlutverki en hann gæti fært sig um set í sumar ef liðinu mistekst að komast upp í ensku úrvalsdeildina.

Miðjumaðurinn er sagður falur fyrir um það bil 25 milljónir evra.

Samkvæmt þýskum miðlum hefur Dortmund verulegan áhuga á að fá leikmanninn og myndi þá hanna svipað plan fyrir hann og það gerði fyrir Jude.

Jude kom til Dortmund frá Birmingham árið 2020 og náði miklum framförum sem leikmaður áður en hann var seldur til Real Madrid þremur árum síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner