Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   sun 23. mars 2025 16:55
Elvar Geir Magnússon
„Stefán er þannig prófíll að við teljum hann geta tekist á við þetta“
Icelandair
Davíð Snorri Jónasson.
Davíð Snorri Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum með stóran og breiðan hóp og höfum mikla trú á leikmönnum og hópnum," segir Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, um þær breytingar sem gerðar hafa verið á byrjunarliði Íslands.

Stefán Teitur Þórðarson er við hlið Sverris Inga Ingasonar í hjarta varnarinnar og Ísak Bergmann leikur í bakverði.

„Valgeir Lunddal spilar hægri bakvörð og Ísak vinstri. Hugmyndin er að Stefán stigi á miðjuna þegar við höfum boltann. Stefán er þannig prófíll af leikmanni að við teljum hann geta tekist á við þetta. Við ætlum að sjá hvernig þetta gengur og höfum trú á því að það gangi vel," sagði Davíð í viðtali við Stöð 2 Sport.

Hákon Arnar Haraldsson er ekki í byrjunarliðinu en Davíð segir að hann gæti þó tekið þátt í leiknum.

„Hákon hefur verið að jafna sig eftir fyrri leikinn og það tekið smá tíma. Við eigum von á því að hann geti tekið einhvern þátt að einhhverju leyti í kvöld."

Davíð er þá spurður út í hvort Jóhann Berg Guðmundsson sé klár í að koma af bekknum?

„Heldur betur. Jói er alltaf ferskur og sýndi mikil gæði á æfingum."

Hafa menn sérstaklega búið sig undir að úrslitin gætu ráðist í vítaspyrnukeppni?

„Já menn hafa verið að taka víti í vikunni og menn hafa verið að sjá þetta fyrir sér. Að auki hefur verið unnin bakgrunnsvinna og við aflað upplýsinga um þeirra leikmenn og annað," segir Davíð Snorri Jónasson.


Athugasemdir
banner
banner
banner