
„Við erum með stóran og breiðan hóp og höfum mikla trú á leikmönnum og hópnum," segir Davíð Snorri Jónasson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, um þær breytingar sem gerðar hafa verið á byrjunarliði Íslands.
Stefán Teitur Þórðarson er við hlið Sverris Inga Ingasonar í hjarta varnarinnar og Ísak Bergmann leikur í bakverði.
Stefán Teitur Þórðarson er við hlið Sverris Inga Ingasonar í hjarta varnarinnar og Ísak Bergmann leikur í bakverði.
„Valgeir Lunddal spilar hægri bakvörð og Ísak vinstri. Hugmyndin er að Stefán stigi á miðjuna þegar við höfum boltann. Stefán er þannig prófíll af leikmanni að við teljum hann geta tekist á við þetta. Við ætlum að sjá hvernig þetta gengur og höfum trú á því að það gangi vel," sagði Davíð í viðtali við Stöð 2 Sport.
Hákon Arnar Haraldsson er ekki í byrjunarliðinu en Davíð segir að hann gæti þó tekið þátt í leiknum.
„Hákon hefur verið að jafna sig eftir fyrri leikinn og það tekið smá tíma. Við eigum von á því að hann geti tekið einhvern þátt að einhhverju leyti í kvöld."
Davíð er þá spurður út í hvort Jóhann Berg Guðmundsson sé klár í að koma af bekknum?
„Heldur betur. Jói er alltaf ferskur og sýndi mikil gæði á æfingum."
Hafa menn sérstaklega búið sig undir að úrslitin gætu ráðist í vítaspyrnukeppni?
„Já menn hafa verið að taka víti í vikunni og menn hafa verið að sjá þetta fyrir sér. Að auki hefur verið unnin bakgrunnsvinna og við aflað upplýsinga um þeirra leikmenn og annað," segir Davíð Snorri Jónasson.
Athugasemdir