Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. apríl 2019 19:10
Arnar Helgi Magnússon
Ágúst Hlynsson í Víking R. (Staðfest)
Ágúst við undirskriftina í dag.
Ágúst við undirskriftina í dag.
Mynd: Víkingur R.
Ágúst Hlynsson hefur gert þriggja ára samning við Víking R. og mun því leika með liðinu í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Ágúst kemur til liðsins frá Brøndby en hann tilkynnti á samfélagsmiðlum sínum í dag að hann væri að yfirgefa liðið.

„Knattspyrnudeild Víkings fagnar að hafa gert þriggja ára samning við þennan unga leikmann sem bætist í flóru þeirra efnilegu leikmanna sem fyrir eru hjá félaginu," segir í fréttatilkynningu Víkings R.

Ágúst er nítján ára gamall og spilar sem miðjumaður. Hann er uppalinn hjá Breiðablik en hann á að baki fjóra leiki með aðalliði félagsins. Þeir komu sumarið 2016.

Þaðan var hann seldur til Norwich áður en hann samdi við danska félagið Brøndby. Hann lék með yngri liðum og varaliðum félagsins. Ágúst á að baki 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Ágúst verður því gjaldgengur í opnunarleik Pepsi Max-deilarinnar sem fram fer á Origo vellinum á föstudagskvöld.

Ágúst Hlynsson er mættur í Draumaliðsdeild Eyjabita. Þú getur verslað hann í þitt lið með því að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner