Tilboð væntanlegt í Ederson - Man Utd hefur rætt við Frank og Pochettino - Frank, Maresca, McKenna og De Zerbi á blaði Chelsea
   þri 23. apríl 2024 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Ólíklegt að Áslaug Munda spili með Breiðabliki í sumar
Áslaug Munda í leik með Breiðabliki í ágúst. Höfuðhögg sem hún varð fyrir í fyrra er enn að trufla hana.
Áslaug Munda í leik með Breiðabliki í ágúst. Höfuðhögg sem hún varð fyrir í fyrra er enn að trufla hana.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekki er ljóst hvort Áslaug Munda geti spilað með Breiðabliki í Bestu-deild kvenna í sumar en hún hefur átt við þrálát meiðsli að stríða.

Hún fékk höfuðhögg þegar hún spilaði með háskólaliði sínu í Harvard í Bandaríkjunum og missti mikið úr á síðasta ári. Hún kemur til liðs við Breiðablik í maí.

„Með sögu meiðsla Mundu er ég ekki viss um að hún muni spila með okkur í sumar. Ef hún verður í lagi þá fær hún mínútur en hún er að fara á lokaár í Harvard og það er mikilvægast. Það er samt frábært ef við getum gefið henni mínútur."

Auk hennar eru þrír aðrir leikmenn Breiðabliks í Harvard, þær Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, Írena Héðinsdóttir Gonzalez og Hildur Þóra Hákonardóttir. Þær verða allar klárar í slaginn í maí.
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Athugasemdir
banner
banner