Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mán 23. maí 2022 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: ÍBV vann í ótrúlegum níu marka leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

ÍBV 5 - 4 Þór/KA
0-1 Sandra María Jessen ('9)
0-2 Sandra María Jessen ('20)
0-3 Tiffany Janea McCarty ('29)
1-3 Kristín Erna Sigurlásdóttir ('41)
2-3 Olga Sevcova ('45)
3-3 Ragna Sara Magnúsdóttir ('52)
3-4 Tiffany Janea McCarty ('70)
4-4 Hanna Kallmaier ('77)
5-4 Selma Björt Sigursveinsdóttir ('90)
Rautt spjald: Saga Líf Sigurðardóttir, Þór/KA ('75)


Gjörsamlega sturluðum fótboltaleik var að ljúka í Vestmannaeyjum þar sem Eyjakonur fengu Akureyringa í heimsókn í Bestu deildinni.

Gestirnir frá Akureyri komust í þriggja marka forystu á fyrsta hálftímanum. Eyjakonur virtust byrja betur en réðu engan veginn við skyndisóknir Akureyringa.

Þór/KA fékk þrjár skyndisóknir, þrjú marktækifæri og skoraði þrjú mörk. Sandra María Jessen setti tvö og gerði Tiffany Janea McCarty eitt.

Heimakonur voru ekki á því að gefast upp þrátt fyrir að vera lentar langt undir og minnkaði Kristín Erna Sigurlásdóttir muninn skömmu fyrir leikhlé með skalla eftir aukaspyrnu. Olga Sevcova skoraði annað mark fyrir ÍBV eftir flott samspil áður en flautað var til leikhlés. Staðan 2-3 eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem markvarsla var ekki í fyrirrúmi.

ÍBV jafnaði metin í upphafi síðari hálfleiks þegar Ragna Sara Magnúsdóttir skoraði eftir atgang í kjölfar hornspyrnu. Leikurinn róaðist aðeins niður við jöfnunarmarkið en það leið þó ekki á löngu þar til allt fór aftur á milljón.

Tiffany McCarty kom Þór/KA yfir á nýjan leik með langskoti en skömmu síðar var Saga Líf Sigurðardóttir rekin útaf fyrir glæfralega tæklingu.

Hanna Kallmaier jafnaði leikinn með glæsilegu skoti og tókst ellefu Eyjakonum að sigra gegn tíu Akureyringum eftir ótrúlega dramatíska viðureign. Selma Björt Sigursveinsdóttir gerði sigurmark heimakvenna undir lokin.

Þetta er fyrsti heimasigur ÍBV á deildartímabilinu og er liðið með tíu stig eftir sex umferðir eftir óvæntan útisigur á stórliði Breiðabliks í síðustu umferð.

Þór/KA, sem hafði betur gegn stórliði Vals á heimavelli fyrr í sumar, er aðeins með sex stig.

Sjáðu textalýsinguna.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner