Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 23. maí 2022 22:45
Ívan Guðjón Baldursson
Man City vann í fimm aldursflokkum og varði þrjá titla
Mynd: Getty Images

Knattspyrnufélagið Manchester City er á fleygiferð og það er augljóslega verið að vinna gott starf innan félagsins.


Meistaraflokkinn hjá Man City þekkja allir fótboltaunnendur enda var hann að verja enska úrvalsdeildartitilinn með sögulegum endurkomusigri gegn Aston Villa um helgina.

Það sem færri vita er að þetta er ekki eini titillinn sem City tókst að verja á þessari leiktíð, því varaliðið vann varaliðadeildina annað árið í röð og sömu sögu má segja um U18 liðið sem vann sína úrvalsdeild aftur. Engu félagi hefur áður tekist að verja þessa þrjá titla á sama tímabili í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Þar að auki bættust U17 og U16 liðin við þar sem þau unnu sínar keppnir. Man City vann því ensku úrvalsdeildina í fimm aldursflokkum.


Athugasemdir
banner
banner