Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. maí 2022 13:00
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag kom vel fyrir á fyrsta fréttamannafundi
Erik ten Hag á Old Trafford.
Erik ten Hag á Old Trafford.
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag spjallaði við fjölmiðlamenn á fréttamannafundi á Old Trafford í dag. Fyrir fundinn heilsaði hann öllum með handabandi. Simon Stone hjá BBC segir að Ten Hag hafi komið vel fyrir og komið skilaboðum sínum vel á framfæri þó enskan hans sé alls ekki fullkomin.

Ten Hag er fimmti fastráðni stjóri Manchester United síðan Sir Alex Ferguson hætti 2013.

„Ég lít ekki það sem áhættu að taka þetta starf. Félagið býr yfir magnaðri sögu en nú þarf að skapa framtíð," segir Ten Hag.

Ten Hag gaf það í skyn að Cristiano Ronaldo væri ekki á förum og að hann býst við mörkum frá portúgalska sóknarmanninum á næsta tímabili.

Hann sagði að hann væri enn að greina leikmannahópinn sinn og vildi ekki svara því hversu marga hann teldi að félagið þyrfti að bæta við í sumar.

„Áætlanirnar eru risastórar og við höfum skamman tíma. Ég hlakka til að vinna með þessum leikmönnum. Þetta lið endaði í öðru sæti í fyrra svo það eru miklir möguleikar. Ef menn bæta sig tel ég að við getum fengið mun betri úrslit en á nýliðnu tímabili," segir Ten Hag.

Hann vill ekki staðfesta hvort Harry Maguire verður áfram fyrirliði.

„Næsta tímabil er öðruvísi en hann hefur gert frábæra hluti. Hann er góður leikmaður sem hefur þegar afrekað mikið og ég hlakka til að vinna með honum."

Hann telur möguleika á því að rjúfa einokun Manchester City og Liverpool sem hafa unnið síðustu fimm árin.
Athugasemdir
banner
banner
banner