Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 23. maí 2022 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þrjár kynslóðir af Maldini hafa unnið Serie A
Mynd: EPA

Það er ljóst að Maldini fjölskyldan er æðri öðrum fjölskyldum þegar það kemur að fótboltahæfileikum.


Miðjumaðurinn Daniel Maldini, 20 ára, tók þátt í átta leikjum í Serie A deildinni á tímabilinu og skoraði eitt mark. Með því varð hann Ítalíumeistari með AC Milan og fetaði þannig í fótspor föðurs sins og afa sem unnu báðir efstu deild sem leikmenn Milan.

Maldini-fjölskyldan varð um leið sú fyrsta til að vinna efstu deild á Ítalíu með þremur mismunandi kynslóðum.

Cesare Maldini, sem lést í apríl 2016, byrjaði hefðina 1955. Hann var öflugur varnarmaður sem spilaði 14 landsleiki og átti síðar eftir að þjálfa AC Milan, Parma og ítalska landsliðið meðal annars.

Sonur hans, Paolo, kom næstur og var gæðaflokki fyrir ofan föður sinn. Paolo Maldini, sem lagði skóna á hilluna 2009 og starfar í dag sem stjórnandi hjá Milan, er talinn til allra bestu varnarmanna fótboltasögunnar. Hann var algjör lykilmaður bæði hjá Milan og ítalska landsliðinu og vann allt mögulegt með félagsliðinu, meðal annars Meistaradeild Evrópu fimm sinnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner