Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   þri 23. maí 2023 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Útskýrir af hverju hann tók Arnór Borg aftur út af
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Arnór Borg Guðjohnsen kom inn á sem varamaður í fyrri hálfleik þegar Víkingur vann 2-1 sigur á HK í Bestu deildinni um síðustu helgi.

Arnór kom inn á eftir rúmlega hálftíma leik þegar markaskorarinn Viktor Örlygur Andrason meiddist.

Lestu um leikinn: HK 1 -  2 Víkingur R.

Arnór Borg hefur alls spilað 184 mínútur í Bestu deildinni í sumar en hann fékk ekki að klára leikinn í Kórnum þar sem hann var tekinn út af aftur á 79. mínútu eftir að Karl Friðleifur Gunnarsson var tekinn af velli.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sagði að það hefði verið erfitt að taka Arnór aftur út af en það hefði verið taktísk skipting.

„Jú, en í raun og veru var þetta bara taktísk skipting," sagði Arnar eftir leikinn þegar hann var spurður út í skiptinguna.

„Við urðum að fara í 5-3-1. Það var ekki hægt að taka Nikolaj (Hansen) út af því það var gefið að það yrðu nokkrar hornspyrnur síðustu tíu mínúturnar sem Nikolaj er mjög sterkur í."

„Arnór var búinn að spila mjög vel eftir að hann kom inn á og leysti hlutverk sitt mjög vel. Þetta var bara taktísk skipting."

Víkingur er á toppnum í Bestu deildinni með átta sigra eftir átta leiki.

Sjá einnig:
Kom inn á og fór aftur út af í hálfleik - „Aðallega svekkjandi fyrir hann"
Arnar Gunnlaugs: Hefur þessi Gundogan element í sér
Innkastið - Yfirlýsingagleði og vonbrigði norðan heiða
Athugasemdir
banner
banner